Vefsson logo

Um Vefsson

Með brennandi áhuga á stafrænni hönnun og vefsíðugerð fannst okkur vanta vefstofu fyrir íslenskan markað sem gerir sérhannaðar og sérkóðaðar vefsíður á hægstæðu verði. Við leggjum mikla áherslu á að skila af okkur fullkláruðum vefsíðum sem standast alla gæðastuðla.

Vefhönnun og vefsíðugerð gerð öðruvísi

Það sem sker okkur frá öðrum minni vefstofum er að við notum ekki Wordpress eða “drag and drop” síðubyggjara. Við kóðum hverja einustu línu sjálf sem gefur okkur meiri stjórn á að leika okkur með hönnunina og gera síðurnar einstakar. Síðurnar verða fyrir vikið mun hraðari því það er enginn auka óþarfa kóði að hægja á þeim.

Vefsíður sem eru handkóðaðar munu skara fram úr langflestum Wordpress síðum. Við erum búin að gera úttekt á íslenska markaðnum í dag og síðurnar okkar eru mun hraðari en það sem býðst hérna og á samkeppnishæfu verði.

Ef þú vilt taka þína rannsókn þá er þessi síða einföld í notkun. Þú einfaldlega setur slóðina í leitargluggan og ýtir svo á Analyze. Við getum náð 90+ í einkunn í öllum flokkum á okkar vefsíðum.

Tæknistakkur Vefsson

Afhverju skiptir hraði vefsíðu máli?

Hraði vefsíðu skiptir gríðarlegu máli fyrir þig sem fyrirtækjaeiganda. Rannsóknir sína að ef vefsíða er lengur en 3 sekúndur að hlaða mun fjórðungur þeirra leita annað.

Það segir sig sjálft, notandin fær efnið sem hann leitar af fljótar í hendurnar og er þar af leiðandi komin með góða upplifun af fyrirtækinu þínu.

Handkóðaðar vefsíður eru allt að 10 sinnum hraðari en Wordpress vefsíður. Google greinir vefsíðuna þína eftir hraða og ef hún er illa sett upp getur það hindrað þig í að birtast ofarlega á Google og öðrum leitarvélum.

Tvær hendur að setja pening í krukku fulla af peningum

Betra verð

Við bjóðum upp á hagstæðar, sérhannaðar og sérsmíðaðar vefsíður fyrir fyrirtækið þitt.

Leitarvélabestun

Snjallsíða

Síðan verður sniðin að skjástærðum svo viðskiptavinir geta heimsótt síðuna úr öllum gerðum tækja

Við gerum hraðar vefsíður

Hraðabestun

Með því að nota ekki tól eins og Wordpress einföldum við vefsíðuna og tryggjum hraða