Skilmálar
1.1 Almennir skilmálar
- Vefsson (vefsson vefstofa slf) áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
- Vefsson áskilur sér rétt á að neita óraunhæfum beiðnum viðskiptavina sem kemur að hönnun og uppsetningu vefsíðna í umsjá Vefsson. Vefsson áskilur sér rétt á að ákveða hvað er óraunhæft og ekki.
- Með leitarvélabestun er átt við að Vefsson setur upp vefsíðuna eftir helstu stöðlum leitarvélabestunnar. Vefsson sér hinsvegar ekki um áframhaldandi leitarvélabestun eftir uppsetningu, hvorki í áskrift né staðgreiðslu
- Vefsson ber enga ábyrgð á efni sem kemur fram á vefsíðu kaupanda.
- Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir keypta vefi. Ef um gallaðan vef er að ræða með sannanlegum hætti, þá skal hafa samband við Vefsson og við munum setja upp nýjan vef og ábyrgjumst að allir fái vef sem virkar. Ef ekki tekst að útvega vef sem virkar þá á kaupandi rétt á endurgreiðslu að fullu.
- Vefsson áskilur sér þann rétt að slökkva á vefsíðum sem eiga ógreidda reikninga frá okkur fyrir uppsetningu og/eða mánaðargjaldi, þar sem að liðið hefur meira en mánuður frá eindaga.
- Í samræmi við lög um persónuvernd þá varðveitir Vefsson ekki gögn viðskiptavinar eftir að gildistíma samnings er lokið eða ef samningi hefur verið sagt upp. Gögn eru afhent viðskiptavini og þeim síðan eytt úr kerfum Vefsson. Hvíli skylda á viðskiptavini að varðveita gögn á grundvelli ákvæða laga eða samninga, þá er það á ábyrgð viðskiptavina að varðveita slík gögn í samræmi við lög eftir að samningstíma lýkur.
- Með fyrstu kaupgreiðslu hefur viðkomandi samþykkt þessa skilmála.
2.1 Skilmálar fyrir áskrift
- Áskriftarvefir eru í mánaðarlegri þjónustu / áskrift og því er ekki hægt að færa vefsíður annað og verða vefir þar af leiðandi alltaf í hýsingu hjá Vefsson.
- Mánaðargjald í áskrift er miðað við 5 síðna vefsíðu. Allar aukasíður kosta 13.990kr + vsk eingreiðslu eftir það.
- Vefsson áskilur sér rétt á að neita óraunhæfum beiðnum viðskiptavina sem kemur að hönnun og uppsetningu vefsíðna í umsjá Vefsson. Vefsson áskilur sér rétt á að ákveða hvað er óraunhæft og ekki.
- Ef áskriftarleið er valin er kaupandi skuldbundinn í 6 mánuði. Eftir 6 mánuði gilda sömu uppsagnarákvæði og í staðgreiðsluleið.
- Vefsson sér ekki um að semja efni fyrir viðskiptavini í áskrift nema um annað sé samið. Með efni er átt við myndir, texta og allt annað efni sem kemur fram á vefsíðunni
- Með fyrstu kaupgreiðslu hefur viðkomandi samþykkt þessa skilmála.
3.1 Skilmálar fyrir staðgreiðslu
- Ef staðgreiðsluleið er valin sér Vefsson um að setja inn efni nema um annað sé samið. Eftir að vefsíða hefur verið afhend til viðskiptarvinar sér viðskipavinur um alla efnis innsetningu sjálfur.
- Ef staðgreiðsluleið er valin er hægt að segja upp þjónustu hvenær sem er, en riftun samnings þarf að eiga sér stað í síðasta lagi 5 dögum fyrir komandi mánaðarmót. Ef uppsögn berst síðar en 5 dögum fyrir mánaðarmót þarf að greiða fyrir næsta mánuð. Uppsögn skal vera skrifleg í tölvupósti á vefsson@vefsson.is og afhent með sannanlegum hætti
- Fyrir alla þjónustu við hugbúnað staðgreiddar vefsíðu, hvort sem um er að ræða uppsetningu, prófanir, kennslu eða aðstoð við notanda, viðgerðir sem ekki eru vegna bilana á ábyrgð hugbúnaðar eða annars konar þjónustu sem viðskiptavinur kann að óska eftir af hálfu vefsíðu, skal vera greitt fyrir samkvæmt gjaldskrá. Um alla slíka þjónustu fer samkvæmt almennum viðskiptaskilmálum vefsíðu og er tímagjaldið 9.990 kr. auk vsk. eða skv. tilboði.
- Þegar vefsíða er færð yfir á lén viðskiptavins er hún samþykkt sem fullkláruð. Öll vinna eftir það er tímagjaldið á 10.990kr. auk vsk. eða skv. tilboði.
- Vefsson sér ekki um að semja efni fyrir viðskiptavini nema um annað sé samið. Með efni er átt við myndir, texta og allt annað efni sem kemur fram á vefsíðunni
- Með fyrstu kaupgreiðslu hefur viðkomandi samþykkt þessa skilmála.