Vefsson logo

Garðherinn

Útgefið 2024

Vefsíða gardherinn.is

Tækni NextJS + Prismic

Fyrra verkefni Vefsons

Áskorun

Garðherinn, framsækið garðyrkjufyrirtæki, leitaði til okkar með þá ósk að fá nýja vefsíðu sem gæti sýnt fram á fagmennsku þeirra og fjölbreytta þjónustu. Fyrri vefsíða þeirra uppfyllti ekki lengur kröfur markaðarins og var ekki nógu notendavæn. Þeir vildu lausn sem bæði væri tæknilega fullkomin og hönnuð til að auðvelda viðskiptavinum þeirra að fá upplýsingar og hafa samband. Við hönnuðum og þróuðum vefsíðu sem:

Endurspeglar fagmennsku: Við lögðum áherslu á að skapa stílhreina og traustvekjandi ásýnd sem endurspeglar gæði og sérfræðiþekkingu fyrirtækisins.

Kynnir þjónustuna vel: Við settum upp aðgengilegt yfirlit yfir þá þjónustu sem Garðherinn býður, hvort sem það eru verkefni fyrir einstaklinga eða fyrirtæki.

Notandavæn upplifun: Vefsíðan er einföld í notkun og gerir viðskiptavinum auðvelt að finna upplýsingar, fá tilboð eða panta þjónustu.

Tækni: Hún er hröð, örugg og virkar á öllum tækjum

Verkefnið

Garðherinn er rótgróið garðyrkju fyrirtæki sem hefur verið starfandi frá 2005. Þeir sjá um allt sem við kemur garðinum og eru einnig búnir að bæta við snjómokstri á veturna. Þeir voru með gamla wordpress síðu en vildu skipta henni út fyrir nýrri hönnun og meiri gæði.