STF - Samband stjórnendafélaga

Áskorun
STF leitaði eftir nýrri og nútímalegri vefsíðu til að leysa af hólmi gamlan WordPress vef sem uppfyllti þarfir þeirra lengur. Helsta markmiðið með nýja vefnum var að tryggja skýra og einfalda miðlun upplýsinga til notenda, með áherslu á betri notendaupplifun og aðgengi að mikilvægum gögnum.
Verkefnið
STF - Samband stjórnendafélaga eru hagsmunasamtök verkstjóra og milli stjórnenda. Þau þjónusta 7 aðildarfélög og eru með yfir 4200 meðlimi um land allt. Saga þeirra nær allt til ársins 1938 og hafa því verið starfandi í 86 ár. STF voru með wordpress vef en vildu uppfæra í nýtískulegri vef sem skalast vel á öllum gerðum tækja.
Vefurinn er útbúinn leitarvél sem leitar um leið og bókstafur er sleginn. Vefurinn er einnig með tengingu við DK bókhaldskerfi en launagreiðendur geta skilað inn skilagrein fyrir launamenn í gegnum vefinn. Einnig eru sendir 4 póstar á mismunandi netföng þegar sótt er um aðild.
Samstarfið við STF var til fyrirmyndar og þakkar Vefsson þeim kærlega fyrir traustið.
Hönnun
